Sjálfseignarstofnunin Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála starfar skv. lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Stofnendur Norðurslóðanets Íslands eru félagasamtökin Norðurslóðamiðstöð Íslands og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

Stofnaðilar Norðurslóðanetsins eru:  Háskólinn á Akureyri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Heimskautaréttarstofnunin, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, Rannsóknaþing norðursins, Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Arctic Portal og vinnuhópar Norðurskautsráðsins CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og PAME (Protection of Arctic Marine Environment).

Fjölmargir aðilar hafa síðar bæst í hóp Norðurslóðanetsins af öllum landshlutum og má þar nefna Arctic Services, Hafrannsóknastofnun, MATÍS, Jafnréttisstofu, Fjarðabyggð, Veðurstofu Íslands, Þekkingarnet Þingeyinga og Landhelgisgæslu Íslands. Mikið og gott samstarf hefur einnig verið við Arctic Services, Norðurslóða-viðskiptaráð Íslands, Search and Rescue klasann á Reykjanesi og Samvinnunefnd um málefni norðurslóða og hafa þessi aðilar staðið sameiginlega að viðburðum sem fjalla um málefni norðurslóða.

 

Arctic Portal                    Conservation of Arctic Flora and Fauna                     University of Akureyri                    Icelandic Tourism Research Centre               Northern Research Forum

   Protection of the Arctic Marine Environment                Polar Law Institute                      Rannís                      University of Akureyri, Research Centre                  Stefansson institute

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal