Stefansson institute logo copy

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri er íslensk norðurslóðastofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 81 frá 26. maí 1997. Stofnuninni er ætlað innlent og alþjóðlegt hlutverk viðvíkjandi rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. Verkefni stofnunarinnar tengjast í áherslu á þverfaglega og fjölþjóðlega umfjöllun um fræðilegar og hagnýtar lausnir á viðfangsefnum sem sérstaklega tengjast norðurslóðum. Stofnunin heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og hóf haustið 1998 starfsemi í húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð. Í október 2004 var stofnunin flutt í Borgir, nýtt húsnæði á háskólalóðinni. Fimm mann starfa að staðaldri hjá stofnuninni.

VI bottom gradient office web pos rgb

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun í eigu íslenska ríkisins og heyrir undir yfirstjórn umhverfisráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 70, 2008. Framkvæmdaráð stofnunarinnar stýrir daglegum rekstri stofnunarinnar. Hjá stofnuninni starfa um 120 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðisvið. Viðfangsefni Veðurstofu Íslands eru eðlisþættir jarðarinnar: Loft, vatn, snjór og jöklar, jörð og haf. Unnið er að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðal annars veðri, hafís, mengun, loftslagsbreytingum, ofanflóðum, jarðskjálftum, eldvirkni, hniki á yfirborði jarðar, vatnafari, jöklabúskap, hlaupum og flóðum. Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla, úrvinnsla og miðlun upplýsinga. Miðlunin er á formi tímaraða og korta, spáa, viðvarana, hættumats og almennra ráðlegginga. 

HAC logo RGB copy

Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðalaðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu um námsleiðir og námsframboð fyrir fólk og vinnustaði og rekur fjarnámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er stofnunin miðstöð rannsókna og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal