PAMElogo

Protection of the Arctic Marine Environment (PAME) er einn af sex vinnuhópum Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council), sem er samstarfsvettvangur ríkjanna átta á norðurslóðum. Löndin eru Kanada, Bandaríkin, Rússland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland. Vinnuhóparnir gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi ráðsins en PAME sinnir málefnum er varða hafsvæðið á norðurslóðum. PAME stuðlar að sameiginlegum rannsóknarverkefnum, samræmir verkefni og gögn, sinnir stefnumótun og miðlar niðurstöðum og upplýsingum til Norðurskautsráðsins, vísindamanna, alþjóðlegra stofnanna og annarra er láta sig málaflokkinn varða. Stjórn PAME er skipuð fulltrúum landanna átta og fulltrúum frumbyggja. Einnig hafa sérstakir hagsmunaaðilar áheyrnarrétt að stjórnarfundum.

rannis logo

Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands veitir stuðning við rannsóknir, rannsóknatengt nám, tækniþróun og nýsköpun, auk menntunar, menningar og mannauðs. Rannís aðstoðar þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að að kynna áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag. Rannís stendur fyrir ýmsum viðburðum og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Miðstöðin hefur aðalaðsetur í Reykjavík auk þess sem hún hefur skrifstofu á Akureyri.

The Icelandic Tourism Research Centre

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu. Markmið miðstöðvarinnar eru að efla rannsóknir á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs og auka þekkingu um ferðamál gegnum innlent og erlent samstarf. Stefna RMF er að efla rannsóknir og skilning á áhrifum ferðamennsku á hagkerfi, samfélag og umhverfi. Þetta gerir RMF með samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila, atvinnulíf, með útgáfu fræðirita, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og að gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum.

Northern Research Forum logo

Rannsóknarþing norðursins (e. Northern Research Forum), NRF, hefur verið starfrækt frá árinu 1999 en það var stofnað að frumkvæði Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Markmið þess er að skapa umræður og auka samráð milli vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskólinn á Akureyri halda sameiginlega utan um rekstur og stjórnun skrifstofu Rannsóknaþingsins.

Rif Logo copy

Rannsóknastöðin Rif ses. var formlega stofnuð árið 2014, en hugmyndin að rannsóknastöðinni kom fram í kjölfar verkefnis Byggðastofnunar um „Brothættar byggðir“. Sex íslenskar rannsóknastofnanir standa að stöðinni auk sveitarfélagsins Norðurþings. Markmið Rannsóknastöðvarinnar er að efla og auka náttúrurannsóknir á Melrakkasléttu, safna saman og miðla upplýsingum um náttúrufar á svæðinu og styðja nærsamfélagið.

RHA logo eng copy

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) er sjálfstæð rekstrareining innan Háskólans á Akureyri (HA). RHA var stofnað 1992 og hefur gert framkvæmt fjölda rannsókna og ráðgjafarverkefna fyrir fyrirtækni, stofnanir og ráðuneyti bæði innanlands og erlendis. Megin markmið RHA er að efla rannsóknir við HA og styrkja tengsl Háskólans við atvinnulífið. Þá aðstoðar RHA og hefur frumkvæði að þróun nýrra verkefna og setra innan háskólans. Meðal slíkra verkefna er Rannsóknaþing Norðursins eða Northern Research Forum (NRF) og skrifstofa þess er vistuð hjá RHA.

sjavarutvegsmidstodin logo

Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri SHA var formlega opnuð í apríl 2009, með undirritun samnings milli HA og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Meginmarkið SHA er öflun og miðlun upplýsinga á sviði sjávarútvegs milli skóla, stofnana og atvinnulífs og þannig styðja við stefnu Háskólans á Akureyri í þeim efnum. Markmið miðstöðvarinnar eru ennfremur að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi með eflingu hagnýtra rannsókna, verkefna og kennslu tengdri sjávarútvegi.

Iceland MFA logoThe Ministry for Foreign Affairs safeguards the interests of Icelandic citizens, companies and consumers by facilitating access to international markets and strengthening free trade. The Ministry supports Icelandic firms abroad and promotes Icelandic arts and culture.

The Foreign Ministry conducts Iceland's political relations with other states and international organizations, covering a wide range of issues ranging from human rights to security and defence and trade. Iceland’s international development cooperation aims to deliver measurable results in poverty eradication, improving living conditions and achieving gender equality, freedom and prosperity in the world.

Key words: #IceArctic #mfaiceland #arcticregion #internationalaffairs #nationalsecurity #arcticprojects

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal