sjavarutvegsmidstodin logo

Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri SHA var formlega opnuð í apríl 2009, með undirritun samnings milli HA og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Meginmarkið SHA er öflun og miðlun upplýsinga á sviði sjávarútvegs milli skóla, stofnana og atvinnulífs og þannig styðja við stefnu Háskólans á Akureyri í þeim efnum. Markmið miðstöðvarinnar eru ennfremur að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi með eflingu hagnýtra rannsókna, verkefna og kennslu tengdri sjávarútvegi.

 

Miðstöðin hefur eitt stöðugildi og við það bætist starfsfólk sem er ráðið tímabundið fyrir rannsóknar- og verkefnastyrki. Starfsmenn eru því í hlutastarfi við SHA en sinna samhliða kennslu í sjávarútvegsfræðum við HA, eru í M.Sc. námi eða eru verkefnaráðnir til lengri eða skemmri tíma. Forstöðumaður SHA er Hreiðar Þór Valtýsson sem jafnframt er lektor við auðlindadeild HA. SHA starfar í nánu samstarfi við Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri – RHA, sem annast umsýslu varðandi verkefni og bókhald auk þess sem sérfræðingar RHA koma að vinnu við einstök verkefni.

Verkefni SHA

Arctic marine research SHA

Meðal verkefna SHA eru: Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-FTP): Umsjón lokaverkefna, sérnámskeiðs í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og markaðsetningar á sjávarafurðum og skipulagning móttöku árlegrar tíu daga heimsóknar nemanda á norðurland. Vinnuferð til St. Lucia vegna námskeiðs í verkefnastjórnin þróunarverkefna.

Upplýsingaveita um íslenskan sjávarútveg: Rekstur og ritstjórn vefgáttarinnar, verkefnið er unnið fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið [nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti].

Vistey - upplýsingagátt um lífríki sjávar í Eyjafirði: Vefurinn var stofnsettur árið 2011 og er rekinn af SHA. Verkefnið var styrkt af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Gefið var út skýrsla í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina með samantekt á rannsóknum á lífríki Eyjafjarðar. Samherji veitti SHA og Erlendi Bogasyni, atvinnukafara, veglegan styrk til rannsókna á hverastrýtunum í Eyjafirði.

Afli á Íslandsmiðum: Verkefnið er í samstarfi við University of British Columbia og felst í því að safna saman og greina upplýsingar um allan afla á Íslandsmiðum.

Arctic Marine Research krabbaflo copepod

Nordmarine, fagnet um málefni strand og hafsvæða á norðurslóðum: SHA leiðir fagnetið og er helsta verkefni þess nú að leiða samstarf norðlægra háskóla sem eru með sjávarútvegstengt nám. Fyrsti fundurinn í þessu verkefni var haldinn í Tromsö í október 2012. Fundinn sóttu fulltrúar frá háskólunum í Tromsö, Bodö, Turku, Þórshöfn í Færeyjum, St. Johns í Nýfundnalandi og Fairbanks í Alaska. Styrkir til þess verkefnis fengust hjá Norrænu ráðherranefndinni og samvinnusjóði á vegum utanríkisráðuneyta Íslendinga og Norðmanna.

Vefsíða

Vefsíða SHA er vistuð á vef Háskólans á Akureyri. Þar er að finna upplýsingar um stofnunina, yfirstandandi og eldri verkefni og rannsóknir auk hugmyndabanka og tengla á ýmsa vefi sem fjalla um málefni sjávarútvegs víðsvegar um heim.

Vefslóð Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar er:  http://www.unak.is/sjavarutvegsmidstodin.

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal