PAMElogo

Protection of the Arctic Marine Environment (PAME) er einn af sex vinnuhópum Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council), sem er samstarfsvettvangur ríkjanna átta á norðurslóðum. Löndin eru Kanada, Bandaríkin, Rússland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland. Vinnuhóparnir gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi ráðsins en PAME sinnir málefnum er varða hafsvæðið á norðurslóðum. PAME stuðlar að sameiginlegum rannsóknarverkefnum, samræmir verkefni og gögn, sinnir stefnumótun og miðlar niðurstöðum og upplýsingum til Norðurskautsráðsins, vísindamanna, alþjóðlegra stofnanna og annarra er láta sig málaflokkinn varða. Stjórn PAME er skipuð fulltrúum landanna átta og fulltrúum frumbyggja. Einnig hafa sérstakir hagsmunaaðilar áheyrnarrétt að stjórnarfundum.

Yfirstandandi verkefni

PAME vinnur að fjölmörgum verkefnum eftir starfsáætlunum sem eru gefnar út á tveggja ára fresti. Þar eru verkefnin upptalin ásamt aðgerðaáætlun. Markmið starfsáætlanna eru meðal annars að auka þekkingu og svörun við nýrri þekkingu á hafsvæði norðurslóða, að meta umfang og vægi gildandi alþjóðlegra og staðbundinna samninga og skuldbindinga í Norðurhöfum og stuðla að eftirfylgni þeirra og að stuðla að víðtæku samstarfi og efla upplýsinga flæði innan og utan Norðurskautsráðsins. Starfsáætlanir frá árinu 2000 eru aðgengilegar á vef stofnunarinnar.

Meðal verkefna sem unnið hefur verið að:

• "Heavy Fuel Oil (HFO) in the Arctic" (áhættustjórnun í tengslum við flutning og brenslu á hráolíu í norðurhöfum).

• AMSA Tilmæli II(D) um sérstaklega skilgreind verndarvæði í norðurhöfum.

• "Health, Safety and Environmental (HSE) Management Systems" um gerð viðmiðunarreglna í tengslum við heilbrigðis, öryggis og umhverfissjónarmið við olíuvinnslu í norðurhöfum.

• "Arctic Oil and Gas Management, Regulation and Enforcement (MRE)" vefslóðasafn laga og reglna um olíuvinnslu.

• The Arctic Ocean Review Phase II – loka skýrsla um umfang og vægi gildandi alþjóðlegra og staðbundinna samninga og skuldbindinga í norðurhöfum.

• Arctic Marine Strategic Plan – uppfærsla verndunarstefnu norðurhafa sem samræmist samfélagsþróun og auðlindanýtingu.

Útgefið efni

amsa report arctic Shipping pame

Fjölmargar skýrslur hafa verið gefnar út á vegum PAME og eru þær aðgengilegar á vef stofnunarinnar.

Vefsíða

PAME rekur yfirgripsmikla vefsíðu þar sem nálgast má nytsamlegar upplýsinga. Þar má meðal annars nálgast starfsáætlanir stofnunarinnar, fjölda skjala og skýrslna.

Slóð vefsíðunnar er: www.pame.is

Tengiliður

Nafn: Soffía Guðmundsdóttir

Starfsheiti: Framkvæmdastjóri

Tölvupóstur: pame [AT] pame [DOT] is

Símanúmer: 863-8576

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal