VI bottom gradient office web pos rgb

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun í eigu íslenska ríkisins og heyrir undir yfirstjórn umhverfisráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 70, 2008. Framkvæmdaráð stofnunarinnar stýrir daglegum rekstri stofnunarinnar. Hjá stofnuninni starfa um 120 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðisvið. Viðfangsefni Veðurstofu Íslands eru eðlisþættir jarðarinnar: Loft, vatn, snjór og jöklar, jörð og haf. Unnið er að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðal annars veðri, hafís, mengun, loftslagsbreytingum, ofanflóðum, jarðskjálftum, eldvirkni, hniki á yfirborði jarðar, vatnafari, jöklabúskap, hlaupum og flóðum. Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla, úrvinnsla og miðlun upplýsinga. Miðlunin er á formi tímaraða og korta, spáa, viðvarana, hættumats og almennra ráðlegginga. 

Þetta varðar samfélagslegt öryggi gagnvart náttúruvá og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Starfsemi Veðurstofu Íslands fer fram á fjórum sviðum: Athugana- og tæknisviði, úrvinnslu- og rannsóknasviði, eftirlits- og spásviði og fjármála- og rekstrarsviði. Veðurstofa Íslands heyrir undir umhverfisráðuneytið.

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal