The Icelandic Tourism Research Centre

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu. Markmið miðstöðvarinnar eru að efla rannsóknir á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs og auka þekkingu um ferðamál gegnum innlent og erlent samstarf. Stefna RMF er að efla rannsóknir og skilning á áhrifum ferðamennsku á hagkerfi, samfélag og umhverfi. Þetta gerir RMF með samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila, atvinnulíf, með útgáfu fræðirita, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og að gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum.

 

 

 

RMF og norðurslóðir

ENSKAR forsidur LIGG

RMF er virkur þátttakandi í norðurslóðasamstarfi fræðafólks í ferðamálum með þátttöku í International Polar Tourism Research Network (IPTRN). Þetta hefur skapað fótfestu til þátttöku í mótun norðurslóðaáherslna Háskólans á Akureyri, en þar eru fjölmörg verkefni og ýmsir samstarfsmöguleikar í mótun.

Haustið 2016 sá RMF um framkvæmd fimmtu ráðstefnu IPTRN, en hún var haldin á Akureyri og Raufahöfn 

Öðrum verkefnum sem RMF sinnir eru gerð skil á vefsíðu og þar eru nýjustu upplýsingarnar að finna.

Vefsíða

  • Slóðin á vefsíðu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála er: www.rmf.is

Útgáfa

Töluvert efni er gefið út á vegum RMF og eru upplýsingar þar að lútandi á vefnum.

Tengiliður

Gudrun Thora Gunnarsdottir

Nafn: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Starfsheiti: Forstöðumaður
Tölvupóstur: gudrunthora-at-unak.is
Símanúmer: 460-8930

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal