Arctic Portal logo

Norðurslóðagáttin (e. Arctic Portal) er alhliða vettvangur upplýsingamiðlunar um norðurslóðir. Hún er tengiliður ýmissa vöktunarkerfa, sem fylgjast með veðurfarsbreytingum, landrofi, lífríki og þjóðfélags- og efnahagsþróun. Þannig er vísindasamfélagi, stjórnvöldum og almenningi gert kleift að eiga greiðan aðgang að upplýsingum um ástand og breytingar á norðurslóðum ekki síður en sérmenntuðum vísindamönnum.

Yfir 40 norðurslóðasamtök og –vinnuhópar hafa sett upp vefsetur og vinnusvæði hjá Norðurslóðagáttinni. Meðal þeirra eru Norðurslóðanet Íslands, vinnuhópar Norðurskautsráðsins CAFF og PAME, Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) Alþjóðsamtök félagsvísindamanna á norðurslóðum (IASSA) og NRF.

Yfirstandandi verkefni

Auk almennrar upplýsingamiðlunar, hönnunar og forritunar á vefsíðum og viðhaldi þeirra, sérhæfir Norðurslóðagáttin sig í að veita ýmsum verkefnum þjónustu á sviði upplýsingamiðlunar. Meðal þeirra verkefna eru EU Arctic Information Centre, upplýsingarmiðstöð á Netinu sem mun þjóna hagsmunum og þörfum Evrópusambandsins, PAGE-21 sem er stórt alþjóðlegt verkefni um sífrera, AMATII-verkefnið um innviði til flugs og siglinga á norðurslóðum og Virtual Learning Tools sem miðar að auknum möguleikum í kennslu og námi á norðurslóðum.

Vefsíða

Inter-Map kortakerfi

Vefsíða Arctic Portal geymir gríðarlegt magn nytsamlegra upplýsinga um norðurslóðir. Á síðunni er fréttaveita og sérstakar undirsíður um sérhæfð málefni, loftslagsbreytingar, orkumál, siglingar, fiskveiðar auk síðu sem fjallar almennt um norðurslóðir. Á síðunni eru myndir og myndbönd frá ýmsum viðburðum, listi yfir ráðstefnur og fundi og stórt safn ýmissa skjala um norðurslóðir. Þá á Arctic Portal sitt eigið kortakerfi þar sem má finna ýmsar upplýsingar sem birtast á gagnvirkan hátt.

Allt efni á síðunni er á ensku.

Slóð vefsíðunnar er: www.arcticportal.org.

 

 

Tengiliður

Halldór Jóhannsson

Nafn: Halldór Jóhannsson
Starfsheiti: Framkvæmdastjóri
Tölvupóstur: halldor [AT] arcticportal [DOT] org
Símanúmer: 461-2800

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal